Enski boltinn

Shaw hugsar sér til hreyfings eftir enn eina gagnrýni Mourinho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Shaw virðist vera orðinn þreyttur á Mourinho.
Shaw virðist vera orðinn þreyttur á Mourinho. vísir/getty
Luke Shaw, bakvörður Manchester United, mun yfirgefa félagið í summar eftir enn eina gagnrýnina í sinn garð frá stjóra félagsins, Jose Mourinho.

Bakverðinum var skipt af velli í hálfleik þegar United lagði Brighton 2-0 í 8-liða úrslit enska bikarsins en Mourinho sagði í viðtali eftir leikinn að Shaw hafi ekki farið eftir taktískum áherslum sínum fyrir leikinn.

Portúgalinn sagði að í hvert skipti sem Brighton hafi sótt upp hægri kantinn hafi þeir náð hættulegum fyrirgjöfum og að hann hafi verið ósáttur með frammistöðu Shaw.

Hinn 22 ára gamli Shaw hefur verið mikið gagnrýndur af Mourinho en Shaw hefur oftar en ekki þurft að sætta sig við það að sitja á bekknum og í mörgum tilvikum einfaldlega upp í stúku.

Hann er með samning þangað til í júní 2019 en þeir aðilar sem eru nátengdir Shaw segja að hann hafi fengið sig fullsaddann af gagnrýni Mourinho. Líklegt er að hann verði seldur í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×