Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins en hann var í dag endurkjörinn í embætti með 96 prósent atkvæða. Rætt verður við hann þær um ályktanir sem voru samþykktar en nokkrar þeirra hafa verið til umræðu í dag.

Vladimir Pútín á sigurinn vísan í forsetakosningunum í Rússlandi. Kjörsókn hefur verið góð en töluvert hefur borið á ásökunum um kosningasvindl. Við hittum í fréttatímanum flóttafjölskyldur frá Írak sem eru þessa dagana að koma sér fyrir á Súðavík.

Tyrkir hafa náð völdum í Afrin og hrakið Kúrda á flótta. Þetta og margt fleira verður til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×