Erlent

Pútín endurkjörinn forseti Rússlands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. Pútín mun því gegna embætti forseta áfram næstu sex árin. BBC greinir frá.

Samkvæmt útgönguspám, þegar fimmtungur atvæða hafði verið talinn, er Pútín sagður hafa hlotið 73,9 prósent atkvæða í kosningunum en reiknað er með helsti andstæðingur hans, Pavel Grudinin, hljóti 11,2 prósent atkvæða. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, mátti ekki bjóða sig fram.

Úrslit forsetakosninganna koma ekki á óvart en Pútín var spáð sigri með miklum mun. Athygli vekur þó að sigur Pútín virðist vera stærri nú en í síðustu forsetakosningum, þegar hann hlaut 64 prósent atkvæða.

Pútín hefur setið óslitið við völd í Rússlandi síðan árið 1999, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra.


Tengdar fréttir

Rússar ganga til for­seta­kosninga

Forsetakosningar fara fram í Rússlandi í dag. Vladimir Pútín, sitjandi forseti, sækist eftir endurkjöri í fjórða sinn.

Beina spjótum sínum að Pútín

Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×