Handbolti

Eyjamenn staðfestu komu Erlings

Anton Ingi Leifsson skrifar
Erlingur stýrir ÍBV á næstu leiktíð.
Erlingur stýrir ÍBV á næstu leiktíð. vísir/getty
Erlingur Richardsson tekur við sem þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta af Arnari Péturssyni eftir tímabilið. Þetta tilkynntu Eyjamenn í hálfleik í leik liðsins gegn Stjörnunni en hann tekur við ríkjandi bikarmeisturum.

Arnar tilkynnti á dögunum að hann myndi hætta með liðið eftir yfirstandandi tímabil en mikið hefur gengið á í Eyjum undanfarnar vikur. Arnar hættir þó vegna anna í vinnu og Erlingur mun taka við liðinu en þeir þjálfuðu liðið saman tímabilið 2012-2013.

Sjá einnig:Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari

Eftir að hafa þjálfað ÍBV tók hann við West Wien og síðar meir fór hann til Fuchse Berlin. Hann tók nú fyrir áramót við landsliði Hollands en Erlingur er einnig skólastjóri í Vestmannaeyjum.

„Handknattleiksdeild ÍBV lýsir yfir mikilli ánægju með ráðningu Erlings og er hún liður í því verðuga verkefni að festa ÍBV enn frekar í sessi sem eitt af betri liðum á Íslandi. Um leið þökkum við Arnari Péturssyni fyrir vel unnin störf sl. ár, en framlag hans til handboltans í Eyjum verður seint fullþakkað,” segir í tilkynningu ÍBV.


Tengdar fréttir

Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari

Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði.

Arnar hættir eftir tímabilið í Eyjum

Arnar Pétursson mun hætta sem þjálfari ÍBV eftir yfirstandandi tímabil er því kemur fram á vef Morgunblaðsins nú í kvöld. ÍBV varð bikarmeistari um helgina, en margt og mikið hefur gengið á í Eyjum síðan þá.

Stórstjörnur ÍBV í agabann

Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×