Lífið

Undir trénu hús til sölu á 90 milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Siggi Sigurjóns fór með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni.
Siggi Sigurjóns fór með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni.
Verðlauna kvikmyndin Undir trénu sló rækilega í gegn á síðasta ári og rakaði inn verðlaunum á Edduverðlaununum.    

Með aðalhlutverk í Undir trénu fóru Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi), Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Selma Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Lára Jóhanna Jónsdóttir.

Nú er Hvassaleiti 73 komið á söluskrá og er kaupverðið 89,9 milljónir króna. Um er að ræða tveggja hæða raðhús og húsið teiknað af Sigvalda Þórðarsyni arkitekt. 

 



Húsið er að mestu upprunalegt að innan en húsið var byggt árið 1962. Fasteignamat eignarinnar er 61,4 milljónir króna og er eignin alls 260 fermetrar að stærð. 

Stór hluti kvikmyndarinnar Undir trénu var tekin upp í götunni og var garðurinn við Hvassaleiti 73 töluvert notaður en hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Fallegt og reisulegt hús.
Teppalagt er í stofunni.
Borðstofan björt og falleg.
Eldhúsið er frá 1962.
Salernið er af gamla skólanum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×