Handbolti

Teitur fór langt með að tryggja sér markakóngstitilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Teitur Örn Einarsson.
Teitur Örn Einarsson. Vísir/Eyþór
Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson átti stórleik í frábærum sigri Selfossliðsins í toppslagnum á móti FH í Kaplakrika í gærkvöldi.

Teitur skoraði tíu mörk í leiknum og sá öðrum fremur til þess að Selfyssingar unnu flottan fimm marka sigur.

Teitur gerði sér sjálfum líka mikinn greiða með öllum þessum mörkum í Kaplakrika. Fyrir leikinn voru hann og Fjölnismaðurinn Kristján Örn Kristjánsson efstir og jafnir á markalistanum með 144 mörk hvor.

Teitur stakk Kristján nánast af í gærkvöldi þar sem Kristján náði bara að skora þrjú mörk á móti Haukum.

Teitur er þannig kominn með 154 mörk og sjö marka forskot á Kristján fyrir lokaumferðina þar sem má líka búast við því að Selfyssingar spili svolítið upp á stórskyttuna sína.

Leikurinn á móti FH var áttundi tíu marka leikur Teits á tímabilinu en einn af þeim var fyrri leikurinn á móti Víkingum sem verða einmitt mótherjar Selfossliðsins á miðvikudagskvöldið.

Teitur Örn Einarsson og Kristján Örn Kristjánsson eru í nokkrum sérflokki en þriðji á listanum en Haukamaðurinn með Hákon Daði Styrmisson með 133 mörk. FH-ingarnir Einar Rafn Eiðsson og Óðinn Þór Ríkharðsson hafa síðan báðir skorað 127 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×