Enski boltinn

Louis Van Gaal um leikmenn United: „Neituðu að lesa tölvupóstana mína“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louis Van Gaal var knattspyrnustjóri Manchester United frá 2014-2016.
Louis Van Gaal var knattspyrnustjóri Manchester United frá 2014-2016. Vísir/Getty
Louis Van Gaal, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, hefur gagnrýnt fyrrum leikmenn sína á Old Trafford en hann sakar þá meðal annars um ófagmennsku.

Van Gaal stýrði United-liðinu í tvö tímabil en var síðan rekinn frá félaginu aðeins tveimur dögum eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í ensku bikarkeppninni eða í maí 2016.





Van Gaal var ósáttur með að leikmennirnir hjá Manchester United hafi ekki undirbúið viðtalsfundi sína með stjóranum með því að lesa tölvupóstana hans.

Hann lét taka saman upplýsingar um leikmennina og fylgdis síðan með hvort þeir hefðu skoðað það sem var tekið saman í frammistöðumatinu. Svo reyndist ekki vera.

„Ég gaf öllum leikmönnum tækifæri til að undirbúa sig fyrir viðtölin. Þeir gátu þá komnir upplýstir á fundinn og rætt hlutina á jafnréttisgrundvelli,“ sagði  Louis Van Gaal í viðtali við Bild. Þegar á reyndi þá var áhugaleysi leikmanna United honum mikil vonbrigði.





„Þetta sýnir skort á fagmennsku. Ég sendi líka samskonar tölvupósta hjá Bayern München. Atvinnumaður þarf að lifa og hugsa eins og atvinnumaður. Eins og Arjen Robben. Hann las tölvupóstana mína, sagði Louis Van Gaal.  

Van Gaal sagði blaðamanni Bild líka frá því að hann hafi reynt að kaupa Robert Lewandowski til Manchester United. „Hann er í dag besti framherji heims. Ég vildi fá að þjálfa Lewandowski og vildi fá hann til Manchester United. Verðið var ekki vandamál fyrir Manchester United en Bayern vildi ekki sleppa honum,“ sagði Van Gaal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×