Innlent

Hinsegin flóttamenn komu til landsins í dag

Birgir Olgeirsson skrifar
Flóttmennirnir á Keflavíkurflugvelli í dag.
Flóttmennirnir á Keflavíkurflugvelli í dag. Vísir/Egill
Tíu flóttamenn frá Úganda lentu á Keflavíkurflugvelli í hádeginu í dag eftir langt og strangt ferðalag. Um er að ræða hinsegin flóttamenn frá Úganda sem hafa búið í flóttamannabúðum í Kenía eftir að hafa sætt ofsóknum í heimalandinu þar sem samkynhneigð er ólögleg.

Í hópnum eru sex fullorðnir og fjögur börn sem setjast að í Mosfellsbæ og var mikil tilhlökkun í þeim þegar fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við þau. Nánar verður fjallað um mál þeirra í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þetta er í fyrsta sinn sem Mosfellsbær tekur formlega á móti flóttafólki, en það hafa samtals þrettán sveitarfélög gert frá því að Flóttamannaráð var sett á stofn árið 1995.

Vísir/Egill

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×