Erlent

Bresk kona féll í stríðsátökum í Afrin-héraði

Birgir Olgeirsson skrifar
Hér má hersveitir Tyrkja fagna framgangi sínum í Afrin-héraði í Sýrlandi.
Hér má hersveitir Tyrkja fagna framgangi sínum í Afrin-héraði í Sýrlandi. Vísir/EPA

Bresk kona, sem barðist með hersveitum sýrlenskra Kúrda, féll í stríðsátökum í Afrin í Sýrlandi. Greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Guardian.

Konan var hin 26 ára gamla Anna Campell sem var sjálfboðaliða í varnarliði kúrdískra kvenna, YPJ, sem eru systursamtök YPG, her sýrlenskra Kúrda, sem Íslendingurinn Haukur Hilmarsson barðist með.

Campell féll í flugskeytaárás Tyrkja á bílalest sem hún ferðaðist með í Afrin borg 16. mars síðastliðinn.

Guardian hefur eftir heimildarmönnum sínum að Campell hefði farið til Sýrlands til að berjast með Kúrdum gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS. Hún á að hafa grátbeðið yfirmenn sína í hernum um að fara til Afrin til að berjast gegn innrás Tyrkja í héraðið.

„Þeir neituðu í fyrstu en hún var hörð á því,“ hefur Guardian eftir heimildarmönnum sínum í YPJ. Er hún sögð hafa litað ljóst hár sitt svart til að láta minna á sér bera.

Guardian segir hana vera fyrsta Bretann til að láta lífið í átökum í Afrin-héraði frá því Tyrkir hófu innrás þar 20. janúar síðastliðinn.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×