Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tíu flóttamenn frá Úganda komu til landsins í hádeginu í dag og þeirra bíða ný heimili í Mosfellsbæ. Um er að ræða hinsegin flóttamenn og fjölskyldur þeirra sem hafa búið í flóttamannabúðum í Kenía. Tvær ungar systur í hópnum segjast hlakka til að hefja nýtt líf á Íslandi, en rætt verður við þær og fleiri úr hópnum í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þá verður talað við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem átti fund með Angelu Merkel Þýskalandskanslara í dag og óskaði liðsinnis Þjóðverja í leitinni að Hauki Hilmarssyni, sem sagður er hafa fallið í Afrin-héraði í Sýrlandi.

Loks skoðum við sýninguna Undraveröld sem hýsir ótrúlegan fjölda skópara sem íslensk hjón hafa hannað á tíu árum. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×