Enski boltinn

Van Djik: Er að verða betri og betri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Djik hefur komið vel inn í vörn Liverpool.
Van Djik hefur komið vel inn í vörn Liverpool. vísir/getty
Virgil van Djik, dýrasti varnarmaður í sögu Liverpool, segir að stuðningsmenn félagsins megi búast við meira af honum á næsta tímabili.

Hollendingurinn var keyptur á 75 milljónir punda frá Southampton í janúar en liðið hefur haldið fjórum sinnum hreinu í þeim tíu leikjunum sem Virgil hefur spilað fyrir rauða herinn.

„Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið auðveldara en ég hélt. Auðvitað kemuru hingað inn með væntingar. Ég er að verða betri og betri og samskipti mín við aðra leikmenn eru að verða mun betri,” sagði kappinn aðspurður um hvernig hafi verið að setjast að hjá Liverpool.

Ronald Koeman, þjálfari hollenska landsliðsins, segir að Virgil gæti einnig tekið við fyrirliðabandinu hjá hollenska landsliðinu í komandi framtíð. Van Djik er þó ekki mikið að hugsa um það.

„Ég er bara að reyna að spila minn leik og hjálpa liðinu,” sagði Virgil stuttorður um orð landsliðsþjálfarans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×