Enski boltinn

Pogba getur ekki verið ánægður hjá United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba og Deschamps eiga gott samband. Svo segir þjálfarinn að minnsta kosti.
Pogba og Deschamps eiga gott samband. Svo segir þjálfarinn að minnsta kosti. vísir/getty
Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins í knattspyrnu, segir að lærisveinn hans í franska liðinu, Paul Pogba, geti ekki verið ánægður með stöðu sína hjá Manchester United þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar

Pogba var keyptur á fúlgu fjár í sumar, nánar tiltekið 89 milljónir punda, en undanfarna leiki hefur hann mátt sætta sig við það að sita á bekknum. Jose Mourinho hefur ekki verið sáttur með Pogba og refsað honum með þessum hætti.

Pogba er nú kominn til móts við franska andsliðið þar sem liðið spilar gegn Kólumbíu og Rússlandi. Liðið er að undirbúa sig fyrir HM í sumar en Deschamps segir að hann viti ekki hvað er að hjá Pogba en mun leita lausna.

„Ég veit ekki hvað það er. Ég er viss um að ég muni fá að heyra það, en auðvitað er hann ekki að njóta sín í þessari stöðu,” sagði Deschamps

„Það gætu verið margar ástæður. Ég er með gott samband við okkar leikmenn og get farið yfir málin með þeim. Það er ekki bara Pogba. Hann getur ekki verið ánægður með það sem hann er að ganga í gegnum hjá klúbbnum.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×