Enski boltinn

Liverpool ætlar ekki að selja Salah

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah er ekki til sölu.
Salah er ekki til sölu. vísir/getty
Liverpool mun ekki selja Mohamed Salah undir neinum kringstæðum í sumar. Telegraph greinir frá þessu á vef sínum í gærkvöldi en Egyptinn er eftirsóttur af öllum bestu liðum Evrópu.

Salah hefur verið frábær á sínu fyrsta tímabili í rauða búningnum. Hann hefur skoraði 36 mörk og spænsku risarnir í Barcelona og Real Madrid eru báðir taldir vilja klófesta Egyptann.

Risarnir tveir frá Spáni hafa verið duglegir að fá leikmenn frá Liverpool og má þarf nefna Xabi Alonso, Javier Mascherano, Luis Suarez og nú síðast Philippe Coutinho sem gekk í raðir Barcelona fyrir fúlgu fjár í janúar-glugganum.

Nú segir rauðklædda liðið í Liverpool-borg hingað og ekki lengra en liðið á nú nóg af pening eftir söluna á Coutinho í janúar svo ekki þarf að selja einhvern til þess að skila rekstrinum réttu megin við núllið.

Einnig fékk félagið 50 milljónir punda fyrir að komast í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og sú summa gæti hækkað klári liðið Manchester City í átta liða úrslitunum.

Það er langt um liðið, segir á vef Telegraph, síðan liðið var eins vel stætt og núna. Salah á enn fjögur ár eftir af samningi sínum og líklegt er að Liverpool þétti enn frekar raðirnar í sumar fyrir alla peningana sem liðið fékk fyrir Coutinho og Meistaradeildina.


Tengdar fréttir

Markametið komið í stórhættu

Mohamed Salah skoraði fjögur í stórsigri Liverpool um helgina og er kominn með 28 mörk í deildinni. Hann vantar aðeins fjögur mörk í síðustu leikjunum til að bæta markamet deildarinnar í 20 liða deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×