Innlent

Lítill áhugi á æðstu metorðum innan Samfylkingar

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Logi Már býður einn kost á sér til formanns.
Logi Már býður einn kost á sér til formanns. Vísir/Anton
Landsfundur Samfylkingarinnar hefst á morgun, föstudag. Formaður flokksins, Logi Már Einarsson, og varaformaðurinn, Heiða Björg Hilmisdóttir, gefa kost á sér til áframhaldandi starfa inn í flokknum og engin mótframboð hafa komið fram.

Framboðsfrestur til embættis formanns er runninn út en framboðsfrestur til embættis varaformanns rennur út klukkan 19 á morgun.

„Áherslan verður á komandi sveitarstjórnarkosningar á landsfundinum,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður landsfundarnefndar Samfylkingarinnar, aðspurð um helstu viðfangsefni fundarins.

Sigríður Ingibjörg segir einnig mikla málefnavinnu hafa farið fram í flokknum á undanförnum misserum sem áberandi verði á fundinum auk þess sem sérstakur fundur tileinkaður umræðu um #metoo-byltinguna verði á laugardag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×