Viðskipti innlent

Heiðar eykur við hlut sinn í Vodafone

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Fjarskipta.
Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Fjarskipta. Stöð 2/Björn Sigurðsson

Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og stjórnarformaður Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone, hefur aukið hlut sinn í félaginu um rúmlega 100 milljónir króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu um viðskipti fjárhagslega tengds aðila til Kauphallarinnar í dag en ársuppgjör fyrirtækisins fyrir síðasta ár var birt í gær.

Í tilkynningunni til Kauphallar kemur fram að Heiðar hafi keypt 1,5 milljón hluta á 67 krónur hlutinn sem gera 100,5 milljónir króna. Heiðar á hlut sinn í Vodafone í gegnum fjárfestingafélagið Ursus ehf.

Vísir er í eigu Fjarskipta hf.


Tengdar fréttir

Aukinn hagnaður hjá Fjarskiptum

Hagnaður Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, nam 356 milljónum króna á fjórða fjórðungi síðasta árs og jókst um 110 prósent á milli ára, samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,11
14
50.451
ICEAIR
2,95
34
234.414
SIMINN
2,83
27
416.767
REGINN
2,29
14
153.964
EIM
2,23
15
226.541

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-0,39
12
242.543
SYN
-0,23
9
140.003
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.