Viðskipti innlent

Heiðar eykur við hlut sinn í Vodafone

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Fjarskipta.
Heiðar Guðjónsson, stjórnarformaður Fjarskipta. Stöð 2/Björn Sigurðsson
Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og stjórnarformaður Fjarskipta hf., móðurfélags Vodafone, hefur aukið hlut sinn í félaginu um rúmlega 100 milljónir króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu um viðskipti fjárhagslega tengds aðila til Kauphallarinnar í dag en ársuppgjör fyrirtækisins fyrir síðasta ár var birt í gær.

Í tilkynningunni til Kauphallar kemur fram að Heiðar hafi keypt 1,5 milljón hluta á 67 krónur hlutinn sem gera 100,5 milljónir króna. Heiðar á hlut sinn í Vodafone í gegnum fjárfestingafélagið Ursus ehf.

Vísir er í eigu Fjarskipta hf.


Tengdar fréttir

Aukinn hagnaður hjá Fjarskiptum

Hagnaður Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, nam 356 milljónum króna á fjórða fjórðungi síðasta árs og jókst um 110 prósent á milli ára, samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×