Íslenski boltinn

ÍBV lítil fyrirstaða fyrir Skagamenn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Úr leik ÍA síðasta sumar
Úr leik ÍA síðasta sumar vísir/andri

Skagamenn unnu auðveldan sigur á ÍBV í Lengjubikarnum í kvöld.

Þeir réðu lögum og lofum á vellinum í fyrri hálfleik og voru 3-0 yfir í hálfleik. Stefán Teitur Þórðarson kom ÍA yfir strax á 9. mínútu, Ólafur Valur Valdimarsson bætti öðru markinu við á 38. mínútu og Hilmar Halldórsson skoraði undir lok hálfleiksins.

Alexander Már Þorláksson tryggði svo sigurinn fyrir ÍA á 83. mínútu.

Þetta var annar 4-0 sigur ÍA í keppninni, en þeir sigruðu Fram með sömu markatölu í fyrstu umferðinni. ÍBV hefur aðeins leikið einn leik í keppninni til þessa og það var sigur gegn Fram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.