Erlent

Svipta skrópara barnabótunum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Danska stjórnin vill aga á skólabörn.
Danska stjórnin vill aga á skólabörn. Vísir/Valli
Það á að hafa efnahagslegar afleiðingar fyrir alla fjölskylduna ef nemendur í grunnskóla eru með of miklar fjarvistir án gildrar ástæðu eða mæta ekki í próf. Danska ríkisstjórnin leggur til að fjölskyldurnar fái þá ekki barnabætur.

Þetta er ein af mörgum tillögum stjórnvalda í aðgerðaáætlun sem miðar að því að engin svokölluð gettó, það er fátækrahverfi þar sem glæpatíðni er há, verði til í Danmörku árið 2030.

Fyrrgreind tillaga á þó að gilda um nemendur alls staðar í Danmörku. Foreldrum á að vera ljóst hvers er vænst af þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×