Innlent

Fjögur þúsund studdu Sjúka ást

Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir (t.v), Steinunn Ólína Hafliðadóttir (fyrir miðju) og Heiðrún Fivelstad (t.h.) standa að baki átakinu Sjúk ást.
Steinunn Gyðu-og Guðjónsdóttir (t.v), Steinunn Ólína Hafliðadóttir (fyrir miðju) og Heiðrún Fivelstad (t.h.) standa að baki átakinu Sjúk ást.
 „Þetta var náinn fundur og því ákváðum við að boða ekki fjölmiðla á fundinn,“ segir Steinunn Ólína Hafliðadóttir, einn aðstandenda átaksins Sjúk ást.

Undirskriftasöfnun vegna átaks Stígamóta um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna, lauk á miðvikudag. Steinunn Ólína sagði við frettabladid.is í gærkvöld að forsvarsmenn átaksins hefðu hitt Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í gær og afhent undirskriftalista með hátt í 4.000 undirskriftum.

Sjá einnig: Skora á menntamálaráðherra að huga betur að kynfræðslu



„Á fundinum vorum við helst að ræða hvernig við viljum sjá kynfræðsluna fara inn í skólana. Átakið í raun snérist að miklu leyti um það, að kynfræðslan yrði markvissari og væri í boði á öllum skólastigum,“ sagði Steinunn. Ásamt undirskriftalistanum afhentu þær ráðherra ákall um bætta kynfræðslu í grunnskólum. – la


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×