Innlent

Bein útsending: Lóðaúthlutanir og ný byggingarsvæði í Reykjavík

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Á fundinum verða meðal annars kynntar nýjar lóðir sem eru tilbúnar til úthlutunar í Reykjavík
Á fundinum verða meðal annars kynntar nýjar lóðir sem eru tilbúnar til úthlutunar í Reykjavík Vísir/Vilhelm
Vísir sýnir beint frá fundi um lóðaúthlutanir og uppbyggingu íbúða og atvinnustarfsemi í Reykjavíkurborg. Fundurinn hefst klukkan 9 í Ráðhúsi Reykjavíkur og má nálgast útsendingu af fundinum hér að neðan.

Á fundinum verða kynntar nýjar lóðir sem eru tilbúnar til úthlutunar í Reykjavík. Borgarstjóri mun að sama skapi kynna næstu þróunarsvæði og fara yfir hugmyndir að því hvernig auka megi samstarf við þróunar- og uppbyggingaraðila.

Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði flytur einnig erindi um stöðu mála á húsnæðismarkaði.

Áætlað er að fundinum ljúki klukkan 11.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×