Lífið

Sigga Kling svarar spurningum lesenda í beinni klukkan 14

Stefán Árni Pálsson skrifar

Stjörnuspár Sigríðar Klingenberg spámiðils hafa notið gríðarlega vinsælda undanfarin ár. Mánaðarlega spáir hún fyrir lesendum Vísis, í formi texta og myndbands, en spárnar fyrir mars birtust í morgun. 

Sigga leggur leggja áherslu á að fólk geri það besta úr því sem það les, nýta sér orkuna, klappa sér á bakið og elska lífið. Spárnar einkennast af gleði, krafti, orku og jákvæðni en það eru skilaboðin sem hún vill senda til samfélagsins. 

Vísir fór af stað með skemmtilega nýjung fyrir nokkrum mánuðum en þá var hægt að spjalla við Siggu Kling í beinni útsendingu á Facebook Live. Þetta verður að sjálfsögðu á dagskrá á ný í dag og býðst lesendum að bera fram spurningar um allt milli himins og jarðar. 

Útsendingin hefst klukkan 14:00. Sigga ætlar að gera sitt besta til að svara öllum spurningum og reyna þannig skyggnast inn í líf okkar lesenda. Hún getur einnig sagt ýmislegt um fortíð lesenda og framtíð þeirra ef þeir biðja hana um að rýna í fæðingardag sinn. Spákonan biðlar til lesenda Vísis að koma með einlægar spurningar sem koma frá hjartanu. Ekki sé nóg að senda aðeins fæðingardaginn.

Útsendingin verður aðgengileg hér á Vísi en hún fer fram í gegnum Facebook-síðu Vísis klukkan 14.


Tengdar fréttir

Marsspá Siggu Kling – Vatnsberinn: Þig langar ekki í ljúft og lipurt líf

Elsku Vatnsberinn minn, kannski virðistu vera alveg venjulegur og alls ekki skera þig úr með eitt né neitt, en það er bara það sem þú virðist vera og þú hefur skrautlegan fatastíl, eða skemmtilegan, eða töff og þú ert eitthvað svo persónulegur með allt sem þú gerir eða nálgast.

Marsspá Siggu Kling – Bogmaðurinn: Þú ert á tímabili ferðalaga

Elsku Bogmaðurinn minn, þú ert svo mögnuð tilfinningavera og þar af leiðandi er lífið þitt búið að vera svolítið eins og hávaðarok eða lygna og á góðri ensku gæti það þýtt "rollercoaster“, sem ef þú skoðar betur gæti bara verið ansi spennandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.