Erlent

23 þúsund heimili á Írlandi án rafmagns vegna Emmu

Sylvía Hall skrifar
Samgöngur á Írlandi hafa fengið að finna fyrir vetrarhörkunni síðustu daga
Samgöngur á Írlandi hafa fengið að finna fyrir vetrarhörkunni síðustu daga Vísir/AP
Útgöngubanni hefur verið aflétt í Írlandi eftir að stormurinn Emma gekk yfir landið í gær. Aðstæður eru þó erfiðar víðs vegar um landið og liggja almenningssamgöngur enn niðri, að því er fram kemur í írska Independent.

Um 23.000 heimili eru án rafmagns eftir nóttina þegar stormurinn náði hámarki og sjá margir fram á að vera án þess fram eftir degi, en skemmdir urðu á raforkukerfinu í 190 tilfellum. Þar af eru tíu þeirra taldar stórvægilegar. Í Galway á Vestur-Írlandi eru einnig fimm þúsund manns án vatns.

Yfir nóttina var yfir hundrað manns komið fyrir í hjálparmiðstöð vegna veðursins og var reynt að koma sem flestum fyrir í öruggt skjól, en rúmlega 20 manns fundust sofandi á götum Dublin í óveðrinu.

Þrátt fyrir að veðuraðstæður fari skánandi horfa Írar fram á flóðahættu vegna úrkomunnar sem fylgir storminum og er talið að um 30 þúsund tonn af salti fari í að salta götur landsins næstu daga. 


Tengdar fréttir

Á sjötta tug látist í frosthörkunum

Nóttin var köld í Evrópu og þó ekki sé langt liðið á daginn eru þegar farnar að berast fréttir af dauðsföllum vegna frosts næturinnar.

Frost fór niður í 42 gráður í Noregi

Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×