Sport

Búrið: Gunni hefði gott af því að prófa að æfa annars staðar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pétur Marinó lætur Ásgeir Börk finna fyrir því í þættinum.
Pétur Marinó lætur Ásgeir Börk finna fyrir því í þættinum.

Í dag fer í loftið sérstök útgáfu af Búrinu, UFC-þætti Stöðvar 2 Sports, sem er aðeins á dagskrá á Vísi.

Í þættinum, sem við köllum Fimmtu lotuna, er rætt um allt milli himins og jarðar í UFC-heiminum en í Búrinu á Stöð 2 Sport er venju samkvæmt eingöngu einblínt á bardaga helgarinnar. Sá þáttur er á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld sem og annað kvöld fyrir beinu útsendinguna frá UFC 222.

Pétur Marinó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson eru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í þættinum að þessu sinni. Í þættinum er rætt um Gunnar Nelson, Conor McGregor, Jon Jones og Rondu Rousey.

Í umræðunni um Gunnar er mikið rætt um mögulegan bardaga hans gegn Englendingnum Darren Till. Einnig er rætt um umdeild ummæli umboðsmannsins Ali Abdel-Aziz sem sagði Gunnar meðal annars æfa með aumingjum. Því var velt upp í þættinum hvort Gunni ætti að prófa nýja æfingafélaga.

„Klárlega. Ég held að allir hefðu gott af því að prófa að æfa annars staðar í nokkrar vikur. Fá nýja æfingafélaga og nýja skrokka sem hafa annan takt. Læra nýja hluti af öðrum þjálfum og svo framvegis,“ segir Pétur Marinó.

Þáttinn má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.