Körfubolti

Curry rústaði hótelherberginu sínu | Mynd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Obbosí. Curry ætti að eiga fyrir sektinni.
Obbosí. Curry ætti að eiga fyrir sektinni. vísir/getty

NBA-stjarnan Stephen Curry er nú ekki þekkt fyrir að vera með mikil ólæti. Curry tókst samt að rústa hótelherberginu sínu en gerði það nú ekki á sama hátt og rokkstjörnur gerðu hér á árum áður.

Curry er nefnilega golfsjúklingur og þarf helst að æfa sig hvar sem hann er. Hótelherbergi eru ekki undanskilin.

Curry er búinn að vera á útileikjaferðalagi með Golden State Warriors og þar reif hann upp kylfuna. Ekki tókst betur til en svo að herbergið endaði í glerbrotum út um allt.

Hann er samt enginn nýgræðingur í golfinu heldur þykir Curry afar lipur kylfingur.  Stjarnan fékk að spila á PGA-móti síðasta sumar og stóð sig frábærlega. Lék báða hringina á 74 höggum.

Hér að neðan má sjá mynd af herberginu sem drengurinn rústaði.


NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.