Sport

Rodgers gæti lent í vandræðum með tengdapabba sinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aaron og Danica eru heitt heitasta parið í Bandaríkjunum.
Aaron og Danica eru heitt heitasta parið í Bandaríkjunum. vísir/getty

Leikstjórnandi Green Bay Packers, Aaron Rodgers, er í sambandi með kappaksturskonunni Danicu Patrick. Ekki er víst að tengdapabbi hans leggi blessun sína yfir sambandið strax.

Sá heitir TJ Patrick og er mikill föðurlandssinni. Hann hefur til að mynda engan skilning á því að leikmenn í NFL-deildinni séu að mótmæla í þjóðsöngnum fyrir leiki með því að fara niður á hné.

Danica var að enda feril sinn á Daytona 500 um daginn og Rodgers var mættur með henni. Er þjóðsöngurinn var leikinn stóð parið með hönd á brjósti.

„Það fer enginn niður á hné í NASCAR!! Hönd á hjarta!!!,“ skrifaði pabbinn á Facebook og lesa margir þessa færslu sem skot á tengdasoninn. Pabbinn hefur nefnilega líka skotið á Packers.

Þá stóð Rodgers fyrir því að leikmenn Packers læstu höndum saman í þjóðsöngnum og hann talaði fyrir því að leikmenn mættu tjá sig um þjóðfélagsmálefnin á þann hátt sem þeir vildu.

„Getur einhver útskýrt fyrir mér hverju þessir Packers-gaurar eru að mótmæla,“ skrifaði TJ er hann horfði á leikinn.

Hér má sjá parið í þjóðsöngnum. vísir/getty
NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.