Innlent

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrota í gagnaver

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Tveir eru í haldi vegna málsins.
Tveir eru í haldi vegna málsins. vísir/gva
Tveir menn voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til miðvikudagsins 7. mars í tengslum við rannsókn á innbrotum í gagnaver í desember og janúar. Lögreglan á Suðurnesjum staðfesti þetta í samtali við Vísi en verst frekari fregna af málinu sem er rannsakað sem hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. 

Um er að ræða þrjú innbrot í gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í desember og janúar. Um sex hundruð tölvum sem eru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin var stolið og telur lögregla að verðmæti búnaðarins nemi rúmum tvö hundruð milljónum króna. Eitt gagnaveranna er í eigu Advania og starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er talinn hafa aðstoðað þjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í það. Honum hefur nú verið sagt upp störfum. 

Lögreglan á Suðurnesjum óskaði fyrr í vikunni eftir aðstoð almennings vegna innbrotanna. Lögreglan hvetur alla sem hafa orðið varir við eitthvað grunsamlegt að gera lögreglu viðvart. 


Tengdar fréttir

Rannsaka þjófnað á 600 tölvum

Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×