Viðskipti innlent

Út­flutnings­tekjur ferða­þjónustunnar mun meiri en sjávar­út­vegs

Sylvía Hall skrifar
Ferðamenn á Keflavíkurflugvelli í vikunni þegar miklar seinkanir urðu á flugi vegna veðurs.
Ferðamenn á Keflavíkurflugvelli í vikunni þegar miklar seinkanir urðu á flugi vegna veðurs. vísir/eyþór

Þjónustuútflutningur færi minnkandi á milli ára ef ekki væri fyrir aukningu í ferðaþjónustu og hefði hann dregist saman um 2,3% á árunum 2016 til 2017. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans.

Í Hagsjánni segir að verðmæti þjónustuútflutnings hafi tvöfaldast milli áranna 2009 og 2017 og það megi einungis rekja til ferðaþjónustunnar. Þannig hafi verðmæti þjónustuútflutnings farið úr 332 milljörðum króna upp í 673 milljarða og nemur aukningin því 341 milljarði.

Á tímabilinu hefur útflutningur ferðaþjónustu aukist meira eða um 348 milljarða króna. Eru útflutningstekjur hennar nú því tæplega þrefalt meiri en sjávarútvegsins í dag.

Innflutningur þjónustu jókst um 2,5% á síðasta ári og eru helstu skýringar þess mikil fjölgun á utanlandsferðum Íslendinga. Styrking krónunnar og aukinn kaupmáttur landsmanna spila þar stórt hlutverk.

Þjónustujöfnuður var jákvæður um 274 ma. króna á síðasta ári og jókst afgangur um 6,5% á milli ára. Þetta er hæsti afgangur sem mælst hefur hér á landi.  Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,11
14
50.451
ICEAIR
2,95
34
234.414
SIMINN
2,83
27
416.767
REGINN
2,29
14
153.964
EIM
2,23
15
226.541

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-0,39
12
242.543
SYN
-0,23
9
140.003
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.