Viðskipti innlent

Út­flutnings­tekjur ferða­þjónustunnar mun meiri en sjávar­út­vegs

Sylvía Hall skrifar
Ferðamenn á Keflavíkurflugvelli í vikunni þegar miklar seinkanir urðu á flugi vegna veðurs.
Ferðamenn á Keflavíkurflugvelli í vikunni þegar miklar seinkanir urðu á flugi vegna veðurs. vísir/eyþór
Þjónustuútflutningur færi minnkandi á milli ára ef ekki væri fyrir aukningu í ferðaþjónustu og hefði hann dregist saman um 2,3% á árunum 2016 til 2017. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans.

Í Hagsjánni segir að verðmæti þjónustuútflutnings hafi tvöfaldast milli áranna 2009 og 2017 og það megi einungis rekja til ferðaþjónustunnar. Þannig hafi verðmæti þjónustuútflutnings farið úr 332 milljörðum króna upp í 673 milljarða og nemur aukningin því 341 milljarði.

Á tímabilinu hefur útflutningur ferðaþjónustu aukist meira eða um 348 milljarða króna. Eru útflutningstekjur hennar nú því tæplega þrefalt meiri en sjávarútvegsins í dag.

Innflutningur þjónustu jókst um 2,5% á síðasta ári og eru helstu skýringar þess mikil fjölgun á utanlandsferðum Íslendinga. Styrking krónunnar og aukinn kaupmáttur landsmanna spila þar stórt hlutverk.

Þjónustujöfnuður var jákvæður um 274 ma. króna á síðasta ári og jókst afgangur um 6,5% á milli ára. Þetta er hæsti afgangur sem mælst hefur hér á landi.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×