Erlent

Skepnan úr austri orðið yfir sextíu manns að bana

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Allt var pikkfrosið í Amsterdam.
Allt var pikkfrosið í Amsterdam.
Yfir sextíu hafa látrið í miklum frosthörkum og vetrarveðri í Evrópu undanfarna daga. Minnst 23 hafa látist í Póllandi vegna veðurs. BBC greinir frá.

Kuldatíðin er víðs vegar um Evrópu og til að mynda snjóaði í Feneyjum, Sviss, Úkraínu og hefur hvert kuldametið fallið á fætur öðru. Kaldast hefur verið í Noregi en þar fór frostið niður í fjörutíu og tvær gráður síðustu nótt.

Um 23.000 heimili voru án rafmagns í nótt eftir að stormurinn Emma gekk yfir Írland. Skemmdir urðu á raforkukerfinu á einum 190 stöðum. Ástandið var einna verst í höfuðborginni Dublin.

Veðrið má rekja til röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins en kalt loft flætt úr austri frá Síberíu. Á Bretlandi hefur kuldabolinn fengið nafnið „Skepnan úr austri“.

Líkt og áður segir hafa flest dauðsföllin orðið í Póllandi en sjö hafa látist í Slóveníu, sex í Tékklandi, fimm í Litháen og Frakklandi og minnst þrír á Spáni.

Frosthörkurnar hafa hvað mest bitnað á heimilislausu fólki sem ekki hafa átt í nein hús að venda og orðið úti.

Búist er við því að hitastig fari hækkandi víðast hvar um Evrópu á næstu dögum en þó er reiknað með að kuldabolinn muni halda sig á Bretlandseyjum á næstu dögum.


Tengdar fréttir

Frost fór niður í 42 gráður í Noregi

Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×