Erlent

Skepnan úr austri orðið yfir sextíu manns að bana

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Allt var pikkfrosið í Amsterdam.
Allt var pikkfrosið í Amsterdam.

Yfir sextíu hafa látrið í miklum frosthörkum og vetrarveðri í Evrópu undanfarna daga. Minnst 23 hafa látist í Póllandi vegna veðurs. BBC greinir frá.

Kuldatíðin er víðs vegar um Evrópu og til að mynda snjóaði í Feneyjum, Sviss, Úkraínu og hefur hvert kuldametið fallið á fætur öðru. Kaldast hefur verið í Noregi en þar fór frostið niður í fjörutíu og tvær gráður síðustu nótt.

Um 23.000 heimili voru án rafmagns í nótt eftir að stormurinn Emma gekk yfir Írland. Skemmdir urðu á raforkukerfinu á einum 190 stöðum. Ástandið var einna verst í höfuðborginni Dublin.

Veðrið má rekja til röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins en kalt loft flætt úr austri frá Síberíu. Á Bretlandi hefur kuldabolinn fengið nafnið „Skepnan úr austri“.

Líkt og áður segir hafa flest dauðsföllin orðið í Póllandi en sjö hafa látist í Slóveníu, sex í Tékklandi, fimm í Litháen og Frakklandi og minnst þrír á Spáni.

Frosthörkurnar hafa hvað mest bitnað á heimilislausu fólki sem ekki hafa átt í nein hús að venda og orðið úti.

Búist er við því að hitastig fari hækkandi víðast hvar um Evrópu á næstu dögum en þó er reiknað með að kuldabolinn muni halda sig á Bretlandseyjum á næstu dögum.


Tengdar fréttir

Frost fór niður í 42 gráður í Noregi

Frost fór niður í 42 gráður á selsíus í Heiðmörk í Noregi í nótt. Norska veðurstofan segir þetta nýtt met fyrir mælistöðina við bæinn Folldal í Heiðmörk.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.