Lífið

Jennifer Lawrence á drukkið „annað sjálf“ sem fékk nafnið Gail

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hér má sjá Jennifer rifja upp líðan sína á frumsýningu Red Sparrow.
Hér má sjá Jennifer rifja upp líðan sína á frumsýningu Red Sparrow. Skjáskot/Youtube

Leikkonan Jennifer Lawrence ræddi við þáttastjórnandann Ellen DeGeneres á dögunum um „annað sjálf“ sitt sem hún kallar Gail. Þessi hlið á henni kemur aðeins fram þegar hún er í fríi og hefur drukkið mikið romm. Það voru vinkonur hennar sem gáfu þessari útgáfu af Jennifer nafnið Gail, en leikkonan lýsir þessum karakter vel í viðtalinu.

Jennifer segir að Gail sé full af adrenalíni og geri hluti eins og að borða orma og henda sér í sjó þar sem gætu verið hákarlar, allt til að láta vinkonur sínar hlæja. Ellen sýndi skemmtilega mynd af Jennifer sem Gail og færði henni svo rommkokteil í leiðinni, sem leikkonan drakk auðvitað í þættinum.

Hér sýnir Ellen áhorfendum mynd af Gail. Skjáskot/Youtube

Á dögunum sögðum við frá því hér á Vísi að Jennifer hafi sýnt sinn skrautlega og skemmtilega karakter í viðtali við Stephen Colbert á dögunum. Þar hafði hún drukkið þrjú staup af rommi og á einum tímapunkti í þættinum sparkaði hún af sér skónum.

Í viðtalinu við Ellen viðurkenndi Jennifer að hún drykki alltaf mikið áfengi þegar hún væri í fjölmiðlaherferðum fyrir verkefnin sín, því augljóslega gæti hún ekki drukkið meðan á tökum stendur. Þar kom líka í ljós að fyrir viðtalið við Stephen Colbert hafi Jennifer farið í viðtal hjá Andy Cohen og drukkið þar mikið vín.

Seinna sama kvöld fór Jennifer svo á frumsýningu nýjustu kvikmyndar sinnar, Red Sparrow. Þegar Ellen sýndi mynd af Jennifer á frumsýningunni, sagði Jennifer að hún hafi á þessum tímapunkti verið að reyna að fela það hversu ótrúlega ölvuð hún væri á rauða dreglinum.

Samtal þeirra um drykkju Jennifer má sjá í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Jennifer Lawrence bálreið vegna umræðu um fleginn kjól

Leikkonan Jennifer Lawrence lét í sér heyra á Facebook í dag þar sem hún svaraði fullum hálsi gagnrýni sem hún hefur fengið eftir að hafa verið í flegnum galakjól í myndatöku við kynningu á myndinni Red Sparrow.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.