Golf

21 árs gamall Indverji í forystu á Heimsmótinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Shubhankar Sharma leiðir eftir tvo keppnisdaga á Heimsmótinu í Mexíkó
Shubhankar Sharma leiðir eftir tvo keppnisdaga á Heimsmótinu í Mexíkó vísir/getty
Annar hringur á Heimsmótinu í golfi var leikinn í gær en mótið fer fram í Mexíkó og lýkur því á morgun.

Indverjinn Shubhankar Sharma hefur forystuna eftir tvo keppnisdaga en hann er á samtals 11 höggum undir pari og hefur því tveggja högga forystu á þrjá kylfinga sem eru jafnir í 2.sæti á samtals 9 höggum undir pari.

Það eru þeir Xander Shauffele, Rafa Cabrera og Sergio Garcia. Sá síðastnefndi spilaði best á öðrum degi með því að leika á sex höggum undir pari.

Shubhankar Sharma er 21 árs gamall og er í 75.sæti heimslistans í golfi.

Heimsmótið er sýnt á Golfstöðinni og hefst útsending frá þriðja keppnisdegi klukkan 17:00 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×