Golf

21 árs gamall Indverji í forystu á Heimsmótinu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Shubhankar Sharma leiðir eftir tvo keppnisdaga á Heimsmótinu í Mexíkó
Shubhankar Sharma leiðir eftir tvo keppnisdaga á Heimsmótinu í Mexíkó vísir/getty

Annar hringur á Heimsmótinu í golfi var leikinn í gær en mótið fer fram í Mexíkó og lýkur því á morgun.

Indverjinn Shubhankar Sharma hefur forystuna eftir tvo keppnisdaga en hann er á samtals 11 höggum undir pari og hefur því tveggja högga forystu á þrjá kylfinga sem eru jafnir í 2.sæti á samtals 9 höggum undir pari.

Það eru þeir Xander Shauffele, Rafa Cabrera og Sergio Garcia. Sá síðastnefndi spilaði best á öðrum degi með því að leika á sex höggum undir pari.

Shubhankar Sharma er 21 árs gamall og er í 75.sæti heimslistans í golfi.

Heimsmótið er sýnt á Golfstöðinni og hefst útsending frá þriðja keppnisdegi klukkan 17:00 í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.