Innlent

Átök á vinnumarkaði og hæggeng ríkisstjórn í Víglínunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Miðað við yfirlýsingar forystumanna aðildarfélaga Alþýðusambandsins á miðvikudag í síðustu viku má búast við átökum á vinnumarkaði þegar kemur inn í haustið. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mæta í Víglínuna hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni til fara yfir stöðuna á almenna vinnumarkaðnum.

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mæta í Víglínuna hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni.Mynd/Samsett
Litlu munaði að gildandi kjarasamningum yrði sagt upp í atkvæðagreiðslu á formannafundi ASÍ í vikunni, þar sem 21 formaður vildi uppsögn samninga en 28 vildu klára samningatímabilið út árið. Hins vegar er meirihluti félagsmanna innan ASÍ á bak við þá formenn sem vildu segja samningunum upp.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og ríkisstjórnin öll hefur örugglega andað léttar þegar niðurstaða formannanna lá fyrir. Framhald samninga gefur ríkisstjórninni að minnsta kosti tíma til viðbragða en hún hefur boðið aðilum vinnumarkaðarins upp á viðræður um breytingar á skatta- og bótakerfinu í tengslum við gerð nýrra samninga í haust.

Forsætisráðherra mætir í Víglínuna til að ræða þessi mál og fleiri. En stjórnarandstaðan og jafnvel sumir stjórnarþingmenn eru farnir að reka á eftir ríkisstjórninni og tók forseti Alþingis undir þá gagnrýni á þingfundi í vikunni.

Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×