Innlent

Þorsteinn býður sig fram til varaformanns Viðreisnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þorsteinn Víglundsson gegndi embætti félags-og jafnréttismálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.
Þorsteinn Víglundsson gegndi embætti félags-og jafnréttismálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Vísir/Ernir

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér til varaformanns Viðreisnar. Þorsteinn greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en landsþing flokksins verður haldið um næstu helgi.

„Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá stofnun flokksins hefur Viðreisn sýnt í verki að við höfum kjark og dug til að ráðast í þær breytingar sem nauðsynlegar eru á íslensku samfélagi svo að lífskjör verði hér áfram í fremstu röð. Við viljum berjast fyrir frjálslyndu, umburðarlyndu og opnu samfélagi þar sem allir fá notið jöfnuðar og jafnra tækifæra,“ skrifar Þorsteinn enn fremur í færslunni.

„Það er mér sannarlega heiður að fá að starfa fyrir Viðreisn og ég vonast eftir að sjá ykkur sem flest á Landsþinginu um næstu helgi.“

Jóna Sólveig Elínardóttir, sem sat á þingi fyrir Viðreisn árið 2016-2017, lét af störfum sem varaformaður Viðreisnar í janúar á þessu ári.

Þá hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gegnt stöðu formanns Viðreisnar síðan Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður, sagði af sér í október síðastliðnum. Talið var líklegt að bæði Þorsteinn og Þorgerður Katrín myndu bjóða sig fram í embætti formanns á flokksþingi í mars.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.