Innlent

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Inga Björk og Þórarinn hafa bæði verið virk innan ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar.
Inga Björk og Þórarinn hafa bæði verið virk innan ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar. Samfylkingin
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir hefur verið kosin nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar en í morgun var tilkynnt um kjör í ýmis embætti innan flokksins. Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, var kjörinn ritari flokksins.

Inga Björk er fyrrum varaþingmaður Samfylkingarinnar og fötlunaraktívisti. Hún er 25 ára gömul, Borgnesingur og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Hún hefur verið virk innan Samfylkingarinnar um langt skeið, átt sæti í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar frá árinu 2015, varaformaður og gjaldkeri Ungra jafnaðarmanna, formaður Samfylkingarfélags Borgarbyggðar og var 1. varaþingmaður Norðvesturkjördæmis 2016–2017.

Landsfundur Samfylkingarinnar er í gangi núna á Hótel Reykjavík Natura. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er „Frelsi – Jafnrétti – Samstaða“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×