Innlent

Guðmundur Baldvin Guðmundsson leiðir lista Framsóknar á Akureyri

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Frambjóðendur Framsóknarflokksins til bæjarstjórnar fyrir kosningarnar 26. maí næstkomandi.
Frambjóðendur Framsóknarflokksins til bæjarstjórnar fyrir kosningarnar 26. maí næstkomandi. Framsókn
Framboðslisti Framsóknarflokksins á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi var samþykktur einróma á fulltrúaráðsfundi félagsins nú í morgun.

Fulltrúaráðið stillti upp listanum þar sem Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs, skipar efsta sæti, Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri er í öðru sæti, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir búfjárerfðafræðingur í því þriðja, Tryggvi Már Ingvarsson landmælingaverkfræðingur skipar fjórða sæti listans, Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari er í fimmta sæti og Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttafræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, skipar sjötta sæti listans.

Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að við uppstillingu listans hafi meðal annars verið lögð áhersla á fjölbreytta menntun og reynslu frambjóðenda, ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reynslumikla frambjóðendur og jafnt hlutfall kynjanna. Á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnakosningarnar eru 22 frambjóðendur, 11 konur og 11 karlar.

Framsóknarmenn fengu tvo bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×