Innlent

Hver einasta kona í salnum hafði orðið fyrir kynferðislegri áreitni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tók fyrst til máls og fór yfir upphaf og farveg #MeToo-byltingarinnar.
Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tók fyrst til máls og fór yfir upphaf og farveg #MeToo-byltingarinnar. Mynd/Samfylkingin
Sérstakur umræðufundur um #MeToo-byltinguna var haldinn í hádeginu í dag á landsfundi Samfylkingarinnar sem fer fram um helgina. Haldnar voru pallborðsumræður um kynferðislega áreitni og ofbeldi og ný verklagsáætlun um meðferð umkvartana á sviði einelti og áreitni kynnt.

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tók fyrst til máls og fór yfir upphaf og farveg byltingarinnar.

Þá vakti athygli að í pallborðsumræðum sem Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, nýkjörinn ritari Samfylkingarinnar, stýrði bað Rósanna Andrésdóttir, verkefnastjóri Ungra jafnaðarmanna, allar konur í salnum sem höfðu lent í kynferðislegri áreitni eða ofbeldi að rétta upp hönd. Hver einasta kona í salnum rétti upp hönd.

Nýtt verklag Samfylkingarinnar um móttöku og meðferð umkvartana á sviði eineltis og áreitni má nálgast hér.

Frá #MeToo-fundinum í hádeginu.Mynd/Samfylkingin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×