Innlent

Hver einasta kona í salnum hafði orðið fyrir kynferðislegri áreitni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tók fyrst til máls og fór yfir upphaf og farveg #MeToo-byltingarinnar.
Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tók fyrst til máls og fór yfir upphaf og farveg #MeToo-byltingarinnar. Mynd/Samfylkingin

Sérstakur umræðufundur um #MeToo-byltinguna var haldinn í hádeginu í dag á landsfundi Samfylkingarinnar sem fer fram um helgina. Haldnar voru pallborðsumræður um kynferðislega áreitni og ofbeldi og ný verklagsáætlun um meðferð umkvartana á sviði einelti og áreitni kynnt.

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tók fyrst til máls og fór yfir upphaf og farveg byltingarinnar.

Þá vakti athygli að í pallborðsumræðum sem Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, nýkjörinn ritari Samfylkingarinnar, stýrði bað Rósanna Andrésdóttir, verkefnastjóri Ungra jafnaðarmanna, allar konur í salnum sem höfðu lent í kynferðislegri áreitni eða ofbeldi að rétta upp hönd. Hver einasta kona í salnum rétti upp hönd.

Nýtt verklag Samfylkingarinnar um móttöku og meðferð umkvartana á sviði eineltis og áreitni má nálgast hér.

Frá #MeToo-fundinum í hádeginu. Mynd/Samfylkingin


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.