Handbolti

Rhein-Neckar Löwen í fjórða sæti eftir jafntefli

Einar Sigurvinsson skrifar
Alexander Petersson í leik með Rhein-Neckar Löwen
Alexander Petersson í leik með Rhein-Neckar Löwen Getty
Þýskalandsmeistararnir í Rhein-Neckar Löwen gerðu jafntefli við HBC Nantes í síðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Úrslitin þýða að Rhein-Neckar endar riðilinn í 4. sæti.

Leikurinn var æsispennandi en HBC Nantes var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13. Á síðustu sekúndum leiksins jafnaði Amdy Schmid fyrir Löwen og lokatölur því 30-30.

 Al­ex­and­er Peters­son skoraði fjögur mörk fyrir Löven í leiknum en Guðjóni Val Sigurðssyni tókst ekki að skora.

Í 16-liða úrslitum mun Rhein-Neckar Löwen mæta því liði sem endar í 5. sæti í B-riðli. Þar sitja lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í THW Kiel, en þeir eiga eftir að mæta toppliði B-riðilsins, Paris Saint-Germain, á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×