Lífið

Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu

Birgir Olgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson og Ari Ólafsson munu mætast í einvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins um að verða fulltrúi Íslendinga í Eurovision. Dagur flytur lagið Í stormi og Our Choice . Dómnefnd og áhorfendur völdu lögin en í einvíginu ráða eingöngu símaatkvæði áhorfenda. 

Sá sem stendur uppi sem sigurvegari eftir einvígið verður fulltrúi Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Lissabon í Portúgal í maí næstkomandi. 

Hér fyrir neðan má sjá hvernig atkvæðin voru eftir að niðurstaða dómnefndar hafði verið kynnt. 

Svona var staðan eftir að niðurstaða dómnefndar hafði verið kynnt.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig símaatkvæðin voru. Ari fékk 18.408 atkvæði frá þjóðinni en Dagur 25.547. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×