Viðskipti innlent

Sjö sækjast eftir sæti í stjórn Icelandair Group

Þórdís Valsdóttir skrifar
Samkvæmt samþykktum félagsins skal kjósa fimm í stjórn.
Samkvæmt samþykktum félagsins skal kjósa fimm í stjórn. Vísir/Anton Brink

Sjö einstaklingar gefa kost á sér til stjórnar Icelandair Group en kosið verður um stjórn félagsins á aðalfundi sem haldinn verður fimmtudaginn 8. mars næstkomandi.

Samkvæmt samþykktum félagsins skal kjósa fimm í stjórn og fer kjörið fram með margfeldiskosningu.

Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota, Ómar Benediktsson forstjóri Farice, Katrín Olga Jóhannesdóttir stjórnarformaður Viðskiptaráðs og Ásthildur Margrét Otharsdóttir stjórnarformaður Marel gefa kost ár sér, en þau eiga öll nú þegar sæti í stjórn félagsins.

Þau þrjú sem ekki eiga sæti í stjórninni en gefa kost á sér fyrir komandi aðalfund eru Guðmundur Hafsteinsson, Heiðrún Jónsdóttir og Helga Viðarsdóttir. Guðmundur hefur starfað fyrir Google og er búsettur í Kaliforníu, Heiðrún er héraðsdómslögmaður og situr í stjórn Íslandsbanka, Olís og Símans. Helga Viðarsdóttir er stofnandi fyrirtækisins Spakurs, hún var áður framkvæmdastjóri IMIC Ísland og sat einnig í stjórn Vodafone.

Tapaði 4,1 milljarði á síðasta ársfjórðungi

Afkoma Icelandair Group versnaði á síðasta ársfjórðungi 2017 en tap félagsins var 4,1 milljarði króna á ársfjórðungnum. Þá var hagnaður félagsins árið 2017 3,9 milljarðar króna. Í kynningu sem send var Kauphöllinni í febrúar kemur fram að tap á rekstri á síðasta ársfjórðungi 2017 megi meðal annars rekja til hækkunar á eldsneytisverði.

EBITDA 2017 var 170,2 milljónir Bandaríkjadala, rúmir 17 milljarðar króna, samanborið við 219,8 milljónir Bandaríkjadala árið á undan. Um er að ræða um 23% lækkun á milli ára. EBITDA spá fyrir ári 2018 nemur 170-190 milljónum Bandaríkjadala.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,11
14
50.451
ICEAIR
2,95
34
234.414
SIMINN
2,83
27
416.767
REGINN
2,29
14
153.964
EIM
2,23
15
226.541

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-0,39
12
242.543
SYN
-0,23
9
140.003
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.