Innlent

Áfram kalt og sólríkt sunnan heiða

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þá verður fremur kalt í veðri með frosti á bilinu 2 til 7 stig.
Þá verður fremur kalt í veðri með frosti á bilinu 2 til 7 stig. Vísir/Ernir

Útlit er fyrir svipað veður í dag og var í gær, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Búist er við norðlægum kalda eða strekkingi með éljum norðan- og austanlands en bjart sunnan heiða. Þá verður fremur kalt í veðri með frosti á bilinu 2 til 7 stig.

Á morgun er svo sama veður áfram í kortunum, utan væntanlegrar samfelldrar snjókomu í nokkrar klukkustundir austanlands. Þá gæti borið á hvössum vindstrengjum suðaustantil á landinu.

Norðaustlæg átt virðist enn fremur ætla að verða ríkjandi á landinu í næstu viku og áfram verður kalt í veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:
Austan og norðaustan 8-15 m/s, en 15-20 með suðurströndinni í fyrstu. Dálítil él N- og A-lands, annars þurrt að kalla. Frost 0 til 7 stig. 

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðaustanátt, yfirleitt á bilinu 8-13 m/s. Él norðan og austanlands, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 0 til 8 stig. 

Á föstudag og laugardag:
Útlit fyrir allhvassa eða hvassa austan- og norðaustanátt. Snjókoma eða él, en úrkomulítið á SV- og V-landi. Vægt frost.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.