Körfubolti

Ekkert fær stöðvað Houston Rockets│Myndbönd

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessir eru á toppnum í Vesturdeildinni
Þessir eru á toppnum í Vesturdeildinni Vísir/Getty

Sjö leikir voru á dagskrá NBA körfuboltans vestanhafs í nótt og var mikið um dýrðir líkt og vanalega.

Þreföld tvenna LeBron James dugði ekki til þar sem Cleveland Cavaliers tapaði með níu stiga mun á heimavelli gegn Denver Nuggets. James skoraði 25 stig, tók 10 fráköst og gaf 15 stoðsendingar í 117-126 tapi.Stórleikur kvöldsins var í Houston þar sem Rockets fékk Boston Celtics í heimsókn og úr varð hörkuleikur. Rockets eru óstöðvandi um þessar mundir og þeir unnu þriggja stiga sigur á Celtics þrátt fyrir að hafa verið að elta stóran hluta leiksins.

Eric Gordon skilaði frábæru framlagi af bekknum, skoraði 29 stig á 27 mínútum og var stigahæstur í liði Rockets sem tróna á toppi Vesturdeildarinnar.Úrslit næturinnar


Orlando Magic 107-100 Memphis Grizzlies
Cleveland Cavaliers 117-126 Denver Nuggets
Miami Heat 105-96 Detroit Pistons
Houston Rockets 123-120 Boston Celtics
San Antonio Spurs 112-116 LA Lakers
Portland Trail Blazers 108-100 Oklahoma City Thunder
Sacramento Kings 91-98 Utah Jazz

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.