Golf

Ungi Indverjinn leiðir fyrir lokahringinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Phil Mickelson á góðan möguleika á lokadegi Heimsmótsins
Phil Mickelson á góðan möguleika á lokadegi Heimsmótsins vísir/getty

21 árs gamli Indverjinn Shubankar Sharma hefur tveggja högga forystu á næstu kylfinga á Heimsmótinu í golfi sem fram fer í Mexíkó þessa dagana en mótið er hluti af PGA mótaröðinni.

Sharma er samtals á 13 höggum undir pari fyrir lokahringinn sem fram fer í kvöld. Í 2.sæti eru Phil Mickelson, Tyrell Hatton, Sergio Garcia og Rafa Cabrera Bello. Það var þó Justin Thomas sem stal senunni á þriðja hring en hann lék á samtals 9 höggum undir pari og situr í 10.sæti.

Afar stutt er á milli efstu manna og ljóst að margt getur breyst á lokahringnum. Sýnt verður frá honum í beinni útsendingu á Golfstöðinni. Hefst útsendingin klukkan 17.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.