Handbolti

Lykilmenn framlengja við Selfoss

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Selfoss
Þrír lykilmenn hafa framlengt samning sinn við Selfoss í Olísdeild karla, þeir Einar Sverrisson, Haukur Þrastarson og Árni Steinn Steinþórsson.

Haukur, sem er á sautjánda aldursári, skrifaði undir þriggja ára samning en hann er einn allra efnilegasti handknattleiksamður landsins. Einar og Árni Steinn gerðu báðir tveggja ára samning.

Selfoss, undir stjórn Patreks Jóhannessonar, hefur komið liða mest á óvart í Olísdeildinni í vetur en liðið er í öðru sæti deildarinnar með 30 stig, tveimur á eftir toppliði FH.

Haukur hefur skorað 82 mörk fyrir Selfoss í vetur og er næstmarkahæsti leikmaður liðsins. Einar hefur skorað 75 mörk og Árni Steinn 42. Sá markahæsti, Teitur Örn Einarsson, samdi við sænska liðið Kristianstad í upphafi árs og fer til Svíþjóðar í sumar.

FH og Selfoss mætast í næstu umferð Olísdeildarinnar, þann 18. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×