Lífið

Sonur Loga Pedro og Þórdísar fær nafn

Þórdís Valsdóttir skrifar
Sonur þessara tónelskandi foreldra fékk nafnið Bjartur Esteban Pedro Logason í dag.
Sonur þessara tónelskandi foreldra fékk nafnið Bjartur Esteban Pedro Logason í dag. Instagram/Logi Pedro
Fimm mánaða gamall sonur tónlistarmannsins Loga Pedro Stefánssonar og Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur, tónlistarkonu og leiklistanema, fékk nafnið Bjartur Esteban Pedro Logason í dag.

Logi Pedro greindi frá nafninu á Instagram síðu sinni í kvöld. Þórdís Björk og Logi eru ekki lengur par en þegar foreldrarnir greindu frá því að Þórdís væri ófrísk af Bjarti Esteban sagði Logi að þó þau væru ekki lengur saman þá fái gleði og kærleikur að ríkja.

Logi hefur lýst því yfir að það sé „geggjað að vera faðir“ og að föðurhlutverkið væri eins og endurforritun. Þá sagðist hann vera þakklátur Þórdísi fyrir þær fórnir sem hún tekur á sig við umönnun sonar þeirra.








Tengdar fréttir

Föðurhlutverkið eins og endurforritun

Logi Pedro Stefánsson rekur ásamt öðrum plötufyrirtækið Les Frères Stefson sem dælir út smellunum. Logi varð faðir fyrir ekki margt löngu og ræðir hvernig þetta tvennt fer saman.

Logi og Þórdís eignuðust strák

Öllum heilsast vel og hárprúði maðurinn er hress og kátur. Og já nýja Drake platan var í gangi þegar hann lét loksins sjá sig, segir Logi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×