Innlent

Vilja áminna forstöðumenn stofnana fyrir kynbundinn launamun

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Dagur B Eggertsson verður í brennidepli flokksins í komandi kosningum.
Dagur B Eggertsson verður í brennidepli flokksins í komandi kosningum. vísir/ernir
Samfylkingin vill að forstöðumenn stofnana verði áminntir viðgangist kynbundinn launamunur undir þeirra stjórn.

Landsfundur flokksins var haldinn um helgina þar sem Logi Einarsson og Heiða Björg Hilmisdóttir voru endurkjörin í embætti formanns og varaformanns.

Helsta verkefni fundarins var endurskoðun stefnu flokksins auk undirbúnings fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Þá var samþykkt sérstök stefna gegn einelti og áreitni innan Samfylkingarinnar.

Samkvæmt hinni nýju stefnu mun flokkurinn meðal annars skilgreina hlutverk sérstaks trúnaðarmanns og skapa félagsmönnum sérstakan farveg til að koma kvörtunum á framfæri og tryggja þeim formlegan og málefnalegan farveg.

Halda á sérstaka fræðslufundi um stefnuna á hverju hausti og hún verður kynnt fyrir kjörnum fulltrúum og þeim sem gegna trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×