Körfubolti

Gríska fríkið óstöðvandi í sigri Bucks | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Giannis Antetokounmpo er magnaður.
Giannis Antetokounmpo er magnaður. vísir/getty

Milwaukee Bucks vann glæsilegan endurkomusigur á  Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 118-110, en liðið var mest 20 stigum undir í leiknum.

Bucks varð í nótt fyrsta liðið sem nær að vinna 76ers eftir að lenda meira en fimmtán stigum undir frá því að Oklahoma City gerði það í byrjun mars fyrir þremur árum síðan.

Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo, tók leikinn yfir í seinni hálfleik og skoraði fjórtán af 35 stigum sínum í þriðja leikhluta auk þess sem hann tók níu fráköst í heildina og gaf sjö stoðsendingar.

Eric Bledsoe hjálpaði til með 22 stigum en Bucks náði með sigrinum að binda endahnút á fjögurra leikja taphrinu liðsins sem er í sjöunda sæti austurdeildarinnar.

Dario Saric var manna bestur í liði gestanna með 25 stig og miðherjinn magnaði Joel Embiid skoraði 19 stig og tók að auki átta fráköst.

Annars var lítið að frétta úr NBA í nótt þar sem öll helstu liðin og stjörnurnar slökuðu á fyrir framan imbakassann. Victor Oladipo skoraði 33 stig í sigri Indiana gegn Washington og Jrue Holiday skoraði 30 stig í stórsigri Pelicans á Mavericks.

Úrslit næturinnar:
Atlanta Hawks - Phoenix Suns 113-112
Toronto Raptors - Charlotte Hornets 103-98
Washington Wizards - Indiana Pacers 95-98
Dallas Mavericks - New Orleans Pelicans 109-126
Milwaukee Bucks - Philadelphia 76ers - 118-110
LA Clippers - Brooklyn Nets 123-120
Sacramento Kings - NY Knicks 102-99

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.