Handbolti

Varði sjö víta­köst í Meistara­deildinni | Mynd­band

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ivanisevic er einstakur vítabani.
Ivanisevic er einstakur vítabani. vísir/getty

Ótrúlegur leikur markvarðar Skjern, Tibor Ivanisevic, sá til þess að liðið komst áfram í 16-liða úrslit í Meistaradeild Evrópu.

Ivanisevic gerði sér lítið fyrir og varði öll sjö vítin sem hann fékk á sig í leiknum. Það er algerlega fáheyrt. Auðvitað vann Skjern svo leikinn gegn Motor Zaporozhye, 33-26.

Skjern vann þar með C-riðilinn í Mestaradeildinni og spilar við ungverska stórliðið Veszprém í 16-liða úrslitunum.

Sjá má vörslurnar hjá Ivanisevic hér að neðan.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.