Lífið

Kimmel fór á kostum í upp­hafs­ræðunni: „Þurfum fleiri typpa­lausa karl­menn“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kimmel hefur fengið góðar viðtökur eftir frammistöðu gærkvöldsins.
Kimmel hefur fengið góðar viðtökur eftir frammistöðu gærkvöldsins.

Óskarsverðlaunin voru afhent í nítugasta sinn við hátíðlega athöfn í Los Angeles í nótt. Verðlaunin skiptust nokkuð jafnt á milli þeirra tilnefndu og fékk kvikmyndin The Shape of Water fern verðlaun, þar á meðal sem besta kvikmynd, en hún fékk alls 13 tilnefningar.

Í upphafsræðu kvöldsins beindi þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel spjótum sínum að kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein, sem eins og allir vita er ásakaður af tugum kvenna um fjölda margvíslegra kynferðisbrota.

„Við getum leyft slæmri hegðun að viðgangast lengur. Heimurinn er allur að horfa á okkur og við þurfum að sýna gott fordæmi. Ef við náum að stöðva kynferðislega áreitni á vinnustaðnum þá þurfa konur bara að þurfa takast á við kynferðislega áreitni á öllum öðrum stöðum.“

Kimmel nýtti jafnframt tækifærið og gerði grín að umslagahneyksli síðasta árs - þegar röng kvikmynd var um stund talin sú besta.

„Í ár skulum við hafa þann háttinn á að þegar þið heyrið nafnið ykkar kallað upp, ekki standa strax upp. Gefið okkur smá tíma.“

Kimmel talaði töluvert um Óskarsverðlaunastyttuna sjálfa og telur hann styttuna sýna hinn fullkomna karlmann. Með hendurnar þar sem við sjáum þær og það mikilvægasta væri að Óskar væri ekki með typpi.

„Við þurfum fleiri typpalausa karlmenn í Hollywood.“

Hér að neðan má horfa á opnunarræðu Kimmel frá því í gærkvöldi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.