Erlent

Suður-kóresk sendinefnd til viðræðna við Kim Jong-un í fyrsta sinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Suður-kóreska sendinefndin þegar hún lagði í hann til Norður-Kóreu.
Suður-kóreska sendinefndin þegar hún lagði í hann til Norður-Kóreu. Vísir/AFP

Norður- og Suður-Kóreumenn reyna nú að hleypa lífi í viðræður á milli nágrannaríkjanna. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, tekur nú á móti sendinefnd frá Suður-Kóreu en það er í fyrsta skipti sem þarlendir embættismenn hitta hann frá því að hann tók við völdum árið 2011.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að tveir hátt settir embættismenn séu í sendinefnd Suður-Kóreu í Pjongjang í Norður-Kóreu, forstjóri leyniþjónustunnar og þjóðaröryggisráðgjafi forsetans. Til stendur að ræða um skilyrði fyrir viðræðum um kjarnorkuafvopnun norðanmanna en einnig um hvernig hægt sé að koma á viðræðum á milli Bandaríkjastjórnar og ríkisstjórnar Norður-Kóreu.

Þíða hefur verið í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu undanfarið í kjölfar vetrarólympíuleika sem haldnir voru í Suður-Kóreu. Löndin tvö tóku meðal annars þátt undir sama fána á leikunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.