Lífið

Fifth Harmony með tónleika í Laugardalshöll

Stefán Árni Pálsson skrifar
Koma fram 16. maí.
Koma fram 16. maí.
Bandaríska stúlknahljómsveitin heimsfræga Fifth Harmony er á leið til Íslands og heldur tónleika í Laugardalshöll miðvikudaginn 16. maí en þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu Live. Hljómsveitin var stofnuð árið 2012 í þætt­in­um X-Factor í Banda­ríkj­un­um.

Hljómsveitin „hef­ur notið gífurlegra vin­sælda síðan. Á sex árum hefur hún gefið út þrjár plötur, sem hafa selst eins og heitar lummur og sópað til sín fjölda verðlauna, þar á meðal þremur MTV Europe Music verðlaunum ásamt sex styttum á Teen Choice hátíðinni,“ segir í tilkynningunni.

Smáskífan Down með hljómsveitinni, ásamt Gucci Mane, komst í annað sæti á topplista iTunes í fyrrasumar, aðeins fáeinum mínútum eftir útgáfu. Nýjasta plata Fifth Harmony var ein mest selda plata Bandaríkjanna á síðasta ári og rauk á toppinn hjá iTunes í fleiri en 50 löndum, þar á meðal í Grikklandi, Mexíkó, Portúgal, Argentínu og Brasilíu.

Fifth Harmony hefur selt yfir hálfa milljón platna og eru sjálfsagt fjölmargir íslendingar sem þekkja risasmelli á borð við Worth It og Work From Home.

Miðaverð: - Standandi: 9.990 kr. - Númeruð sæti í stúku: 14.990 kr. 

Tónleikarnir fara í almenna sölu fimmtudaginn 15. mars kl. 10 áTix.is/harmony en póstlistaforsalaSenu Live fer fram daginn áður, miðvikudaginn 14. mars kl. 10. Þar gefst fólki tækifæri á að tryggja sér miða degi áður en almenn sala hefst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×