Viðskipti innlent

Bein útsending: Konur í upplýsingatækni deila reynslu sinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórhildur Jetzek, yfirmaður rannsókna og þróunar hjá Activity Stream,
 er á meðal fyrirlesara í dag.
Þórhildur Jetzek, yfirmaður rannsókna og þróunar hjá Activity Stream,
 er á meðal fyrirlesara í dag.

WiDS (Women in Data Science) er ráðstefna sem haldin er árlega á vegum Stanford-háskóla í Bandaríkjunum með það að markmiði að styrkja og efla konur í tölvunarfræði og skyldum greinum.

Samtímis ráðstefnunni í Stanford er hún haldin á yfir 50 stöðum víða um heim og verður nú haldin í annað sinn hér á landi í Háskólanum í Reykjavík 5. mars í stofu M209 kl. 14:00. Viðburðurinn er skipulagður í samstarfi við /sys/tur, félag kvenna í tölvunarfræði við HR.

Tilgangurinn með WiDS-ráðstefnunni er að skapa vettvang til að miðla nýjustu tækni og rannsóknum í greininni, veita tækifæri til að læra af reynslu leiðandi fyrirtækja í tækni- og tölvugeiranum og efla tengsl milli kvenna í atvinnugreininni.

Fundarstjóri er Paula Gould, stofnandi hópsins Konur í tækni á Íslandi og markaðssérfræðingur.

Fyrirlesarar
Baddý Sonja Breidert eig­andi og fram­kvæmda­stjóri 1x­IN­TER­NET
Katrín Atladóttir hugbúnaðarverkfræðingur hjá CCP
Rakel Óttarsdóttir framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka
Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir forritari hjá Icelandair og fyrrum formaður /sys/tra
Þórhildur Jetzek yfirmaður rannsókna og þróunar hjá Activity Stream
Ragnheiður Magnúsdóttir, viðskiptastjóri hjá Marel
Eva Dögg Steingrímsdóttir, forritari hjá WowAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
3,6
4
34.130
ORIGO
3,41
11
64.165
HAGA
3,34
9
116.729
FESTI
3,23
14
192.368
SIMINN
3,2
19
269.039

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-3,39
97
445.720
GRND
0
2
1.506
MARL
0
23
231.586
EIM
0
11
201.996
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.