Viðskipti innlent

Bein útsending: Konur í upplýsingatækni deila reynslu sinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórhildur Jetzek, yfirmaður rannsókna og þróunar hjá Activity Stream,
 er á meðal fyrirlesara í dag.
Þórhildur Jetzek, yfirmaður rannsókna og þróunar hjá Activity Stream,
 er á meðal fyrirlesara í dag.
WiDS (Women in Data Science) er ráðstefna sem haldin er árlega á vegum Stanford-háskóla í Bandaríkjunum með það að markmiði að styrkja og efla konur í tölvunarfræði og skyldum greinum.

Samtímis ráðstefnunni í Stanford er hún haldin á yfir 50 stöðum víða um heim og verður nú haldin í annað sinn hér á landi í Háskólanum í Reykjavík 5. mars í stofu M209 kl. 14:00. Viðburðurinn er skipulagður í samstarfi við /sys/tur, félag kvenna í tölvunarfræði við HR.

Tilgangurinn með WiDS-ráðstefnunni er að skapa vettvang til að miðla nýjustu tækni og rannsóknum í greininni, veita tækifæri til að læra af reynslu leiðandi fyrirtækja í tækni- og tölvugeiranum og efla tengsl milli kvenna í atvinnugreininni.

Fundarstjóri er Paula Gould, stofnandi hópsins Konur í tækni á Íslandi og markaðssérfræðingur.

Fyrirlesarar

Baddý Sonja Breidert eig­andi og fram­kvæmda­stjóri 1x­IN­TER­NET

Katrín Atladóttir hugbúnaðarverkfræðingur hjá CCP

Rakel Óttarsdóttir framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka

Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups

Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir forritari hjá Icelandair og fyrrum formaður /sys/tra

Þórhildur Jetzek yfirmaður rannsókna og þróunar hjá Activity Stream

Ragnheiður Magnúsdóttir, viðskiptastjóri hjá Marel

Eva Dögg Steingrímsdóttir, forritari hjá Wow






Fleiri fréttir

Sjá meira


×