Handbolti

Gamla liðið hans Arons Pálmarssonar safnar dönskum landsliðsmönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rasmus Lauge í landsleik á móti Íslandi.
Rasmus Lauge í landsleik á móti Íslandi. Vísir/Getty

Ungverska félagið Veszprem ætlar að gera allt til þess að vinna Meistaradeildina í handbolta og lausnin er að fá til síns danska landsmenn.

Veszprem hafði áður sagt frá því að danski línumaðurinn René Toft Hansen kæmi til liðsins í sumar og nú hefur liðið einnig samið við leikstjórnandann Rasmus Lauge frá og með sumrinu 2019.

Báðir hafa þeir spilað lengi saman með danska landsliðinu en Rasmus Lauge missti þó að Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum.Rasmus Lauge hefur spilað með Flensburg-Handewitt og í mars í fyrra framlengdi hann samning sinn til ársins 2021. Hann fær sig nú lausan tveimur árum áður en hann rennur út og fer til Ungverjalands.„Veszprem er frábært félag með mikinn metnað. Þeir ætla að gera allt til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Rasmus Lauge í viðtali við heimasíðu Veszprem  en hann er líka að hugsa um líkamann sinn.

„Það eru ekki eins margir leikir í ungversku deildinni þannig að ég get hugsað betur um skrokkinn minn. Það er mikilvægt fyrir mig því ég hef meiðst tvisvar alvarlega á ferlinum. Þetta vonandi hjálpar mér líka að lengja ferlinn,“ sagði Rasmus Lauge.

Aron Pálmarsson hjálpaði Veszprem að komast á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar síðustu tvö tímabil. Liðið fór í úrslitaleikinn 2016 en tapaði þá fyrir Kielce frá Póllandi. Liðið vann síðan Barcelona í bronsleiknum í fyrra. Aron fór síðan frá Veszprem til Barcelona.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.